Pages Navigation Menu

Hvað er Norænna hátíðin?

Norræna dharmahátíðin er opinn öllum. Njótið upplífgandi helgar með því að þróa innri frið með hjálp hugleiðsu og nútíma búddhisma með fólki hvaðanæva af Norðurlöndunum. Komið svo til baka frá hátíðinni endurnærð og hlaðin af innblæstri með öflug innri verkfæri til að umbreyta hversdagslífinu í glaðlegt og tilgangsríkt andlegt ferðalag. Á þennan hátt getum við fært okkur sjálfum og öðrum sem við búum og vinnum með hamingju.

Hátíðin er í senn frábært og sjaldgæft tækifæri til að njóta hagnýtar og hvetjandi leiðbeiningar frá Gen-la Kelsang Thubten sem er alþjóðlega þekktur kennari og búddhamunkur. Við munum einnig fá tækifæri til að dýpka skilning okkar á leiðbeiningunum með sérstökum hugleiðsum leiddar af Gen Kelsang Thubchen sem er andlegur stjórnandi NKT á Norðurlöndunum.

Allir fyrirlestrar og leiddar hugleiðslur á hátíðinni fara fram á skýrri og auðveldri ensku.
temple
International Temples Project: Allur hagnaður af hátiðinni verður tileinkaður International Temple Project (ITP) sem var komið á fót af hinum hæstvirta Geshe Kelsang Gyatso. ITP sjóðurinn er notaður til að fjármagna Kadampa hugleiðslusetur og hof út um allan heim. Þessar búddhasetur og hof eru tileinkaðar heimsfriði og eru allir velkomnir að heimsækja þau og njóta þess friðar og innri ró sem þau veita.