Pages Navigation Menu

Hvað er Nordic Dharma hátiðin?

Nordic Dharma hátiðin er opin öllum. Fáðu innblástur með því að hitta fólk alls staðar af Norðurlöndunum, eigðu notanlega helgi og öðlastu innri ró með hugleiðslu og kennslu í nútíma Búddisma.

Komdu endurnærð eftir hátíðina, full orku og innblásin með áhrifamikil innri tól til að umbreyta daglegu lífi í ánægjulega og þroskandi andlega vegferð. Með því getur þú öðlast hamingju fyrir sjálfa þig og þá sem eru í kringum þig í þínu lífi og á þínum vinnustað.

Hátíðin verður yndisleg og þú færð sjaldgæft tækifæri til að njóta hagnýtrar og hvetjandi kennslu frá alþjóðlega þekktum kennara og Búddista múnki Gen-la Kelsang Jampa. Gen-la Jampa er aðstoðarleiðtogi nýju Kadampa hefðarinnar og ferðast um allan heim til að kenna. Við munum einnig hafa tækifæri til að taka á móti kennslunni með sérstakri leiðsögn í hugleiðslu með Gen Kelsan Tubchen, andlegum leiðtogi fyrir NKT (New Kadampa Tradition) á Norðurlöndunum.

Hátiðin verður kennd á ensku með skýrum og einföldum hætti þannig að allir geti meðtekið boðskapin óháð þekkingu og bakgrunni í Búddisma.

temple
International Temples Project:

Allur hagnaður af hátiðinni verður tileinkaður International Temple Project (ITP) sem var komið á fót af Venerable Geshe Kelsang Gyatso. ITP sjóðurinn er notaður til að fjármagna Kadampa hugleiðslu miðstöðvar og musteri út um allan heim. Þessar miðstöðvar og musteri eru tileinkar heimsfriði og allir eru velkomnir að heimsækja þær og njóta þess friðar og innri ró sem þær veita.