Pages Navigation Menu

Norræna hátíðin 2018

Að umbreytast með Tantra
Leiðin að fullkominni samúð

Í tantrískum leiðbeiningum sínum sýndi Búddha fram á að með því að treysta á hæfan kennara getum við notað visku og ímyndunarafl til að ná fram fullkomnu ástandi innri hreinleika sem mun eingöngu færa með sér hamingju og ávinning fyrir okkur og aðra. Þetta ástand er uppljómun.

Fræ uppljómunar er samúð. Við höfum öll einhverja samúð í hjörtum okkar og með því að læra og iðka sérstakar hugleiðslur mun þetta fræ vaxa og á endanum munum við öðlast hina fullkomnu samúð uppljómunar.

Á þessum sérstökum atburði mun Gen-la Thubten veita tantríska blessunareflingu á Avalokiteshvara, Búddha samúðar, og útskýra hvernig við getum afrekað djúptæka innri umbreytingu með tantrískum hugleiðslum.

Þessar hugleiðsluaðferðir hafa tafarlaus áhrif á okkar daglega lífi. Þær munu hjálpa okkur við að yfirstíga streitu, kvíða, gremju og aðrar neikvæðar tilfinningar, við að hafa meiri orku og takast á erfiðar aðstæður með rólegum og jákvæðum huga.

Með að iðka Búddha Avalokiteshvaras jóga í einlægni getum við öðlast frið í okkar hjörtum, frið í lífi okkar og frið í heiminum. Hvað getur verið tilgangsríkara?