Pages Navigation Menu

Gen-la Kelsang Jampa

gen-la-jampa251-251x300

Gen-la Kelsang Jampa er aðstoðarleiðtogi nýju Kadampa hefðarinnar innan Búddismans (New Kadampa Tradition – International Kadampa Buddhist Union (NKT-IKBU) og yfirkennari í Kadampa hugleiðslumiðstöðinni í Texas. Hann er Búdda múnkur ættaður frá Bandaríkjunum sem hefur helgað líf sitt að leysa dagleg vandamál fólks með því að hjálpa því að þróa með sér möguleika hugans til að stunda hugleiðslu og tileinka sér nútíma Búddisma.

Gen-la Jampa hefur verið nemandi Venerable Geshe Kelsang Gyatso til margra ára. Gen-la Jamp hefur undir leiðsögn Geshe-la haldið fyrirlestra og kennslu í fjöldi Búdda miðstöðva og á alþjóðlegum viðburðum um víða veröld. Gen-la er dáður og virtur fyrir skýra sýn og innblásna kennslu, og hæfileika sinn til að snerta hjörtu fólks með einlægni og hjartahlýju.