Pages Navigation Menu

Gen-la Kelsang Dekyong

New-Gen-la-Front-243x300

Gen-la Kelsang Dekyong, aðalandlegurstjórnandi Nýju Kadampahefðarinnar, er elskuð og virt um alllan heim fyrir hennar einlægni í iðkun sinni og fyrir sína öflugu visku og samúð. Hún er nútíma Búddhísk nunna sem hefur tileinkað líf sitt til að hjálpa hverjum sem er óháð stöðu, kyni eða aldri til öðlast varanlega hamingju með því að þróa með sér innri andlegan frið.
Hún hefur verið nemandi hins hátvirta Geshe Kelsang Gyatso í þrjátíu ár. Á þessum tíma hefur hún verið þúsundum manna innblástur með því að treysta í einlægni á andlega leiðbeinanda sinn, innilega tekið við leiðbeiningum hans og set þær í framkvæmd í öllum þáttum lífs síns.
Gen-la Dekyong er mjög reyndur búddhískur kennari sem hefur kennt alþjóðlega í mörgum mismunandi miðstöðvum.
Gen-la hefur helgað líf sitt til aðstoðar við útbreiðslu Kadampabúddhisma um allan heim með því að þróa hugleiðslumiðstöðvar og hof í eins mörgum löndum og mögulegt er og hún veitir ákafan stuðning og hvatningu til allra þeirra sem taka þátt í þessum verkefnum.
Við erum mjög lánsöm að fá í heimsókn þennan alþjóðlega kennara.
Gen-la mun halda opinn fyrirlestur á föstudagskvöldinu, og mun síðan um helgina veita blessunareflingu á Búddha Amitayus og kenna Átta skref til hamingju.